Ýsa í spaghettisósu

Hráefni:

  • 400 g ýsuflök
  • ½ tsk salt
  • ¼ tsk pikanta krydd eða aromat
  • 1 ½ dl spaghettisósa, t.d. Hunt´s jurtir og hvítlaukur eða önnur krydduð tómatsósa
  • örlítill pipar
  • 1 dl vatn
  • nokkrar sneiðar af osti yfir fiskinn
  • smjörlíki til að smyrja pönnuna með

Aðferð:

  1. Fiskurinn hreinsaður og skorinn í stykki
  2. Pannan smurð og fiskstykkjunum raðað á, kryddinu stráð yfir fiskstykkin.
  3. Tómatsósunni, vatninu og ostinum bætt á pönnuna og lokið sett á.
  4. Suðan látin koma rólega upp og straumurinn lækkaður.
  5. Fiskurinn soðinn þar til hann er hvítur í gegn. Það tekur u.þ.b. 5 mín.