Wisconsinsúpa - matarmikil
Hráefni:
- 1 dós sveppasúpa
- 1 dós beef noodlesúpa
- 1¼ bolli vatn
- ½ bolli kjötbitar (t.d. kjúklingur eða nautakjöt)
- ½ tsk paprikuduft
- ¼ bolli sýrður rjómi
- 1 msk þurrt sherrý (ef vill)
Aðferð:
- Soðið eða steikt kjötið er skorið í smá bita. Tilvalið að nýta afganga af kjöti til að búa til þessa súpu.
- Setjið dósasúpurnar í pott ásamt vatninu, kryddinu, og kjötinu. Hitið þar til suðan kemur upp. Lækkið hitann.
- Bætið þá út í sýrða rjómanum og sherrýinu (ef vill) og hitið varlega, má ekki sjóða eftir að sýrði rjóminn er kominn út í.
Berið fram með góðu brauði og gott að bera sýrðan rjóma með súpunni eða setja eina skeið út á hvern disk.