Vöfflur (úr Gott og gagnlegt)

Hráefni:

  • 3 dl hveiti
  • ½ dl heilhveiti
  • 2 tsk lyftiduft
  • 2 msk sykur
  • ¼ tsk salt
  • ½ dl matarolía
  • 2 stk egg
  • 2 ½ dl mjólk
  • 1 tsk vanilludropar

Aðferð:

  1. Allt sett í skál og hrært saman í kekkjalausan jafning.
  2. Bakað í vel heitu vöfflujárni.
    Bestar nýbakaðar.

Ég nota oft haframjöl í stað heilhveitisins og súrmjólk í stað mjólkurinnar.