Villihríssúpa frá Minnesota
Hráefni:
- 6 msk smjör
- 1/3 bolli smátt saxaður laukur
- ½ bolli hveiti
- 3 bolli sterkt kjúklingasoð
- 2 bolli villihrísgrjón, soðin
- ½ bolli rifin gulrót
- ½ - 2/3 bolli söxuð skinka
- 3 msk möndluflögur
- ½ tsk salt eða eftir smekk
- 2½ dl rjómi
- 2 msk sérrí (má sleppa)
- 2 msk smátt söxuð fersk steinselja
Aðferð:
- Bræðið smjörið í stórum potti yfir háum hita og steikið laukinn í smjörinu þar til hann er orðinn mjúkur.
- Hrærið hveitinu saman við og bætið soðinu út í smátt og smátt.
- Komið suðunni upp og látið sjóða í tvær mínútur.
Hrærið í pottinum á meðan.
- Setjið hrísgrjónin, gulræturnar, skinkuna, möndlurnar og saltið út í og látið súpuna krauma við vægan hita í 10 mínútur,
- Bætið rjómanum, sérríinu og steinseljunni saman við og hitið.
- Látið súpuna ekki sjóða eftir að rjóminn er kominn út í.