Kjötsúpa Gunnbjargar víkingamóður (5.bekkja víkingaþema)

Hráefni:

  • 1,2 kg beinlaust lambakjöt af framparti, skorið í litla bita og fitusnyrt
  • 2 stk laukur
  • ½ tsk grófmulinn pipar
  • 1½ tsk salt
  • 1 msk lambakjötskraftur
  • 1 tsk timian
  • 2½ l vatn
  • 6 stk meðalstórar gulrætur
  • 3-4 meðatstórar kartöflur
  • 1 stk meðalstór rófa
  • 1 hnefi haframjöl

Aðferð:

  1. Setjið kjötið, lauk, pipar, salt, lambakjötskraft og timian í góðan pott.
  2. Hellið vatninu yfir og látið suðuna koma upp. Minnkið þá hitann. Ef til vill myndast froða og þá þarf að fjarlægja hana með spaða.
    Bætið haframjölinu út í.
    Sjóðið súpuna í a.m.k 20 mín.
  3. Hreinsið grænmetið, skerið það í litla bita og setjið út í pottinn.
  4. Sjóðið áfram í a.m.k. 20 mínútur.