Kjötsúpa Gunnbjargar víkingamóður (5.bekkja víkingaþema)
Hráefni:
- 1,2 kg beinlaust lambakjöt af framparti, skorið í litla bita og fitusnyrt
- 2 stk laukur
- ½ tsk grófmulinn pipar
- 1½ tsk salt
- 1 msk lambakjötskraftur
- 1 tsk timian
- 2½ l vatn
- 6 stk meðalstórar gulrætur
- 3-4 meðatstórar kartöflur
- 1 stk meðalstór rófa
- 1 hnefi haframjöl
Aðferð:
- Setjið kjötið, lauk, pipar, salt, lambakjötskraft og timian í góðan pott.
- Hellið vatninu yfir og látið suðuna koma upp. Minnkið þá hitann. Ef til vill myndast froða og þá þarf að fjarlægja hana með spaða.
Bætið haframjölinu út í.
Sjóðið súpuna í a.m.k 20 mín.
- Hreinsið grænmetið, skerið það í litla bita og setjið út í pottinn.
- Sjóðið áfram í a.m.k. 20 mínútur.