Vanillurjómaís með heitri súkkulaðisósu
Hráefni:
- 2 stk egg ( eða 2 rauður)
- 2 msk flórsykur eða sykur
- 2 ½ dl rjómi
- 1 tsk vanillisykur
Súkkulaðisósa:
- 2 dl rjómi
- 3 msk síróp
- 2 dl sykur
- 100 g suðusúkkulaði
- 2 msk smjör
Aðferð:
- Þeytið eggin og sykurinn mjög vel saman.
- Þeytið rjómann.
- Blandið vanillusykrinum og rjómanum saman við eggjahræruna með sleikju. Bragðið til, e.t.v. þarf meri vanillusykur.
- Setjið í vel kælt mót. Látið lok eða plast yfir mótið og frystið strax.
Sósa:
- Saxið súkkulaðið.
- Hitið saman rjóma, síróp og sykur þar til sykurinn er allur leystur upp.
- Setjið súkkulaðið og smjörið út í pottinn.
- Sjóðið í 10 – 20 mín., eftir því hvað þið viljið hafa sósuna þykka.
- Hrærið stöðugt í sósunni og berið hana fram heita með ísnum.
Til baka