Tortellini með sveppasósu

Hráefni:

Pastað:

  • 1 stk blaðlaukur
  • 1 stk rauðlaukur
  • 1 stk rauð paprika
  • nokkrir sveppir
  • 400 gr tortellini pasta
  • 1 poki mosarella kryddaður ostur

    Sósan:

  • 1 dós sveppaostur
  • ¼ l rjómi
  • 2 msk hreinn rjómaostur
  • 2 tsk pasta og pitsukrydd

Aðferð:

  1. Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum og setjið í eldfast mót.
  2. Skerið grænmetið í frekar stóra bita og léttsteikið á pönnu. Setjið grænmetið ofan á pastað.
  3. Bræðið ostana í potti og bætið rjómanum út í. Hellið þessu síðan útí eldfasta mótið.
  4. Bakað í ofni við 180°C þar til osturinn er orðinn fallega brúnn.
Borið fram með ristuðu brauði og fersku salati.