Þorrabollur
Hráefni:
- 1 ½ dl mjólk (37°C)
- 1 ½ dl vatn (37°C)
- 3 tsk þurrger
- 1 msk púðursykur
- ½ tsk salt
- 3 msk matarolía
- ½ dl hveitihýði
- 2 dl heilhveiti
- 5 dl hveiti
Aðferð:
- Blandið saman vatni og mjólk þannig að hitastigið sé u.þ.b. 37°C
- Bætið gerinu út í ásamt salti, púðursykri, matarolíu, hveitihýði og heilhveiti og hrærið vel.
- Bætið hveiti við eftir þörfum, þangað til hægt er að fara að hnoða deigið á borðinu. Látið deigið á borðið, hnoðið og bætið við hveiti þar til deigið hættir að festast við borð og hendur.
- Mótið bollur eða annað smábrauð og látið lyfta sér á plötu í 10-15 mín.
- Ef tími er til er gott að pensla bollurnar og strá grófu korni og sesamfæi yfir.
- Bakið bollurnar í miðjum ofni við 220°C í u.þ.b. 8-10 mín.