Tómatpestó Gunnu í Dalsgarði
Hráefni:
- ½ dós niðursoðnir tómatar
- ½ krukka sólþurrkaðir tómatar- dálítið af olíunni notað
- 4 hvítlauksgeirar
- 1 msk ferskur rifinn parmesanostur
- grófmalaður, svartur pipar, sýróp og salt
Aðferð:
- Niðursoðnir og sólþurrkaðir tómatar ásamt hvítlauk eru maukaðir í matvinnsluvél.
- Parmesanosti og smávegis af sýrópi bætt í.
- Saltið og piprið eftir bragði.
Gott með pasta, fiski, kjöti t.d. kjúklingi og bráðgott með brauði og snakki.
Geymist vel í kæli í u.þ.b. mánuð