Tebollur (úr Gott og Gagnlegt 2)

Hráefni:

  • 2 ½ dl hveiti
  • 1 dl heilhveiti eða speltmjöl
  • ¾ dl sykur
  • ½ tsk kardimommuduft
  • 1½ tsk lyftiduft
  • ½ dl súkkulaðispænir ( rúsínur, döðlur, hnetur)
  • 0,9 dl matarolía
  • 1 egg
  • ¾ –1 dl léttmjólk

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 175 °C.
  2. Mælið þurrefnin og blandið saman í skál.
  3. Bætið súkkulaðispónum saman við.
  4. Brjótið eggið í litla skál, (bolla) mælið mjólkina og setjið saman við eggið og sláið þetta saman með gaffli.
  5. Hrærið eggjablönduna og olíuna saman við þurrefnin með sleif.
  6. Mótið tebolludeigið með tveim matskeiðum og setjið á bökunarplötu með pappír. Úr þessari uppskrift fást um það bil 14–16 tebollur.
  7. Hafið gott bil á milli bollanna. Hafið þær eins fallegar í laginu og þið getið.
  8. Bakið í 15 mínútur.