Tebollur (úr Gott og Gagnlegt 2)
Hráefni:
- 2 ½ dl hveiti
- 1 dl heilhveiti eða speltmjöl
- ¾ dl sykur
- ½ tsk kardimommuduft
- 1½ tsk lyftiduft
- ½ dl súkkulaðispænir ( rúsínur, döðlur, hnetur)
- 0,9 dl matarolía
- 1 egg
- ¾ –1 dl léttmjólk
Aðferð:
- Kveikið á ofninum og stillið á 175 °C.
- Mælið þurrefnin og blandið saman í skál.
- Bætið súkkulaðispónum saman við.
- Brjótið eggið í litla skál, (bolla) mælið mjólkina og setjið saman við eggið og sláið þetta saman með gaffli.
- Hrærið eggjablönduna og olíuna saman við þurrefnin með sleif.
- Mótið tebolludeigið með tveim matskeiðum og setjið á bökunarplötu með pappír. Úr þessari uppskrift fást um það bil 14–16 tebollur.
- Hafið gott bil á milli bollanna. Hafið þær eins fallegar í laginu og þið getið.
- Bakið í 15 mínútur.