Svertingi á hvítri skyrtu (HSL)

Hráefni:

  • 125 g sykur
  • 125 g súkkulaði
  • 125 g smjör
  • 1 bolli saxaðar möndlur
  • 1 bolli saxaðar rúsínur og döðlur
  • 4 stk egg
  • Rjómi til skreytinga

Aðferð:

  1. Bræðið saman smjör, súkkulaði og sykur í potti. Látið kólna.
  2. Aðskiljið eggin.
  3. Blandið rauðum, möndlum, rúsínur og döðlum út í pottinn.
  4. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið að lokum út í hræruna með sleikju.
  5. Bakið í einu vel smurðu lausbotna móti við 170-180°C í ca 25 mínútur.

Kakan á að vara frekar blaut og klesst. Látin á tertudisk og skreytt með rjóma.

þessi kaka var mjög vinsæl í Húsmæðraskólanum á Laugarvatni 1960-1970.