Svampbotnar Sigurðar Yngva

Hráefni:

  • 4 stk egg
  • 1¾ dl sykur
  • 1¾ dl hveiti
  • 4 msk kartöflumjöl
  • 1 tsk lyftiduft
  • sítrónubörkur ef vill

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°C.
  2. Þeytið egg og sykur mjög vel, eða þar til blandan verður ljós og létt.
  3. Siktið þurrefnin út í og blandið varlega saman með sleikju.
  4. Setjið í tvö vel smurð og hveitistráð lausbotna tertumót.
  5. Bakað í miðjum ofni í u.þ.b.8-10 mín.

Þessa botna er mjög þægilegt að eiga í frysti og leggja saman með uppáhaldsfyllingu þegar eitthvað stendur til á heimilinu.