Súrsætar gulrætur frá Wisconsin
Hráefni:
- ½ kg gulrætur
- 1 stk græn paprika
- 1 stk meðalstór laukur
Sósa:
- 1 dós Campels tómatsúpa
- 1 bolli sykur
- ¾ bolli edik
- ¼ bolli olía
- 1 tsk worcestersósa
- 1 tsk sinnep (þurrkað eða venjulegt)
- ¾ tsk salt
- ¼ tsk pipar
Aðferð:
- Gulræturnar hreinsaðar og skornar í u.þ.b. 4-5 mm þykkar sneiðar.
- Hálfsjóðið gulræturnar, hellið soðinu af.
- Saxið paprikuna og laukinn og blandið saman við gulræturnar.
- Sjóðið sósuna í 15 mín, kælið aðeins og hellið síðan yfir gulróta, lauk, paprikublönduna.
Þetta bragðast mjög vel kalt með ýmsum kjötréttum.