Sumarlegt matarsalat (sérstaklega gott!)

Hráefni:

  • ½ dl þurrt sérrí
  • ½ dl sojasósa
  • 4 tsk engiferrót (fersk og rifinn)
  • 3 hvítlauksrif (marin)
  • 400 g svínalundir eða kjúklingabringur
  • ½ dl Hoi-sin sósa
  • 2 msk púðursykur
  • 2 msk hvítvínsedik
  • 1 msk ólífuolía
  • 1 tsk sesamolía
  • 2 stk rauðlaukur
  • 1 msk ristuð sesamfræ eða fræblanda
  • 2 pokar salatblanda eða íssalat og rucola
  • 4 ferskjur (ferskar eða niðursoðnar)

Aðferð:

  1. Blandið saman sérríi,sojasósu,engifer og hvítlauk. Takið frá ½ dl af leginum og geymið þar til síðar.
  2. Setjið lundina eða bringurnar í plastpoka og hellið afgangnum af leginum þar í. Lokið pokanum og látið löginn blandast kjötinu vel. Látið bíða í kæli í a. m.k.eina klukkustund eða lengur.
  3. Þerrið marineringuna af kjötinu og grillið þar til gegnsteikt.
  4. Blandið nú saman marineringunni sem var lögð til hliðar í upphafi, Hoi-sin sósu, púðursykri, ediki og olíu og hitið að suðu.
  5. Bætið sesamolíu saman við. Takið af hitanum.
  6. Skerið kjötið í strimla og blandið saman við salatblönduna í stóra skál eða fat.
    Skerið lauk í þunnar sneiðar og dreifið yfir ásamt ristuðum fræjunum.
  7. Dreypið sósu yfir.
  8. Skerið ferskurnar í þunna báta og raðið ofaná.
  9. Berið afganginn af sósunni með salatinu ásamt góðu brauði.