Sumarbrauð (úr Gott og gagnlegt)

Hráefni:

  • 6 dl hveiti
  • 1 dl heilhveiti
  • 1 dl hveitiklíð
  • 3 tsk lyftiduft
  • ½ tsk salt
  • 2 tsk sykur
  • 3 dl mjólk

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 175 °C.
  2. Mælið þurrefnin í skál.
  3. Hellið mjólkinni saman við og hrærið í með sleif.
  4. Setjið deigið á borðið og hnoðið það lítillega. Skiptið deiginu í tvennt og hnoðið þar til það er samfellt.
  5. Setjið brauðdeigið í tvö lítil smurð kökuform.
  6. Bakið í um 30 mínútur.