Súkkulaðiterta með kremi
Hráefni:
- 150 g smjörlíki
- 2¾ dl sykur
- 3 egg
- 4½ dl hveiti
- 1¾ tsk lyftiduft
- 3¾ msk kakó
- ¾ tsk vanilludropar
- 1¾ dl mjólk
Krem:
- 100 g lint smjör
- 3 dl sigtaður flórsykur
- 2 msk kakó
- 1 tsk vanilludropar
- 3 msk rjómi eða kaffi
Aðferð:
- Hitaðu ofn að 200°C.
- Láttu allt sem á að fara í deigið í hrærivélarskál. Mundu að sigta þurrefnin, smjörlíkið verður að vera lint og allt efni við stofuhita.
- Hrærðu deigið á lægsta straumi í um 1 mín. Stöðvaðu vélina, hreinsaðu með sleikju niður um skálarbarmana og frá botninum.
- Auktu strauminn og hrærðu í um það bil 2 mín. í viðbót.
- Skiptu deiginu í 2 vel smurð lausbotna tertumót.
- Bakið aðeins fyrir neðan miðju í ofni við 200°C í u.þ.b.35 mín.
- Hrærðu kremið vel saman.
- Kældu tertubotnana, leggðu þá saman með kreminu og smyrðu því ofan á tertuna. Ef hylja á einnig á hliðarnar á kökunni með kreminu verður að stækka uppskritfina af kreminu.
Gott að setja banana eða eplasneiðar með kreminu á milli og /eða láta góða sultu einnig með kreminu.
Gott að bera þeyttan rjóma eða ís með kökunni.