Súkkulaðibitakökur (Í Túninu Heima)
Hráefni:
- 180 g smjörlíki (mjúkt)
- 6 msk púðursykur
- 6 msk sykur
- 3 ½ dl hveiti
- 1/2 tsk salt
- 1/2 tsk matarsódi
- 2 dl súkkulaðibitar
- 1/2 tsk vanilludropar
- 1 egg
Aðferð:
- Mælið allt efni í skál.
- Hrærið deigið. Athugið að hræra ekki lengi, aðeins þannig að deigið náist saman. Sleif virkar ágætlega.
- Setjið með teskeið í litla toppa á bökunarplötu.
Best er að setja bökunarpappír á plötuna.
Hafið gott bil á milli því kökurnar renna dálítið út.
- Bakið efst í ofni í 8–10 mínútur við 200°C (180 °C ef notaður er blástur).
Best er að láta kökurnar alveg kólna á pappírnum áður en þær eru hreyfðar.
Þessar bregðast ekki með kaldri mjólk!