Súkkulaðibitakökur (litlu jólin 2005)

Hráefni:

  • 2 ½ dl hveiti
  • 1dl kókosmjöl
  • ¾ dl haframjöl
  • ½ tsk matarsóti
  • 1 tsk vanillusykur
  • 1 dl sykur
  • 4 msk púðursykur
  • 100 g smjör
  • 150 g súkkulaðibitar
  • 1 egg

Aðferð:

  1. Ef þið eruð með súkkulaði sem er ekki skorið, þá byrjið á að brytja það niður.
  2. Blandið öllum þurrefnum saman í skál nema súkkulaði og myljið kalt smjörið saman við.
  3. Blandið súkkulaðinu saman við.
  4. Brjótið eggið í litla skál eða bolla og blandið saman við deigið með sleif.
  5. Hvolfið deiginu á borð og hnoðið deigið létt saman.
  6. Búið til jafnar litlar kúlur sem settar eru á ofnplötu með pappír, hafið gott bil á milli. Þrístið létt á hverja kúlu.
  7. Bakið við 200°C í 6-8 mín.