Sterkur en ljúfur rækjuréttur

Hráefni:

  • 500 g rækjur
  • 2 stk avókadó
  • 1/4 íssalathöfuð
  • 1/3 agúrka
  • tómatar ef vill, gjarnan kirsuberjatómatar

    Sósa:

  • 1 stk laukur
  • 1 stk chili pipar
  • 6 geirar hvítlaukur
  • 1 tsk cummin
  • 1 tsk kóríanderduft
  • 1 msk olía
  • 1 dl hvítvínsedik
  • 1 dl púðursykur
  • 1 dl barbekjúsósa
  • 2 msk tómatpúrre
  • 2 1/2 dl kjúklingasoð
  • 1stk rauð paprika
  • 1/4 stk blaðlaukur

Aðferð:

  1. Skerið lauk, chili pipar og hvítlauk gróft og léttsteikið í olíunni ásamt cummini og kóríander.
  2. Blandið hvítvínsediki, barbekjúsósu, tómatpúrre og púðursykri saman við. Látið krauma litla stund og bætið síðan kjúklingasoðinu útí.
  3. Látið sjóða við vægan hita í u.þ.b. 30 mín.
  4. Sigtið sósuna og látið papriku og blaðlauksstrimla útí heita sósuna. Kælið.
  5. 15-20 mín. áður en bera á réttinn fram er rækjum (skilja nokkrar eftir til að skreyta með) og niðurskornu avókadó blandað varlega saman við sósuna og skálin látin vera í ísskáp svo sósan haldist vel köld.
  6. Sneiðið eða brjótið íssalatið og látið á fat. Kjarnhreinsið gúrkuna, skerið í sneiðar og blandið saman við salatið.
  7. Hellið sósunni yfir, skreytið að vild t.d. með rækjum, tómötum og gúrkusneiðum.
Berið fram með ristuðu brauði.