Sparikökur (úr Gott og Gagnlegt)
Hráefni:
- 2 dl hveiti
- 1 dl sykur
- 1 dl kornflögur, muldar
- 1 msk kókósmjöl
- ¼ tsk salt
- ¼ tsk natron
- 50 g smjörlíki
- 50 g suðusúkkulaði, saxað
- 1 egg
Aðferð:
- Kveikið á ofninum og stillið á 200 °C.
- Saxið súkkulaðið smátt og myljið kornflögurnar.
- Mælið öll þurrefnin, nema súkkulaðið, í skál og hrærið saman.
- Myljið kalt smjörlíkið saman við, notið fingurgómana.
- Hrærið söxuðu súkkulaðinu saman við.
- Notið desilítramál eða bolla til að brjóta eggið í áður en þið bætið því út í skálina, hrærið og hnoðið deigið saman.
- Hnoðið deigið á borðinu og skiptið því í sex jafn stóra hluta.
- Rúllið hvern hluta út í lengju sem skipt er í 10–12 jafn stóra bita og mótið í kúlur.
- Raðið á plötu og bakið í 10–12 mínútur
Úr þessari uppskrift fást 60 smákökur.