Sparifiskur frá Guðrúnu Mark

Hráefni:

  • 1 kg ýsuflök (roðlaus og beinlaus)
  • 1 dl hveiti (fínt malað spelti)
  • 1 tsk salt
  • 1-2 tsk karrý (eftir því hvað við viljum mikið bragð)
  • olía eða smörlíki til steikingar
  • 1 stk grænt epli
  • 1-2 sætar kartöflur
  • 2 dl matreiðslurjómi
  • 1 stór dós kotasæla
  • rifinn ostur

Aðferð:

  1. Stillið bakarofninn á 200 °C.
  2. Smyrjið eldfast mót með örlítilli matarolíu.
  3. Flysjið sætu kartöflurnar og eplið, skerið kartöflurnar í þunnar sneiðar og eplið í bita. Raðið þessu i mótið.
  4. Skerið fiskinn í frekar smáa bita.
  5. Setjið hveitið, saltið og karrýið og fiskbitana í hreinan plastpoka og hristið.
  6. Steikið fiskbitana þannig að þeir verði fái á sig fallegan steikingar lit, en þeir eiga ekki að gegnsteikjast.
  7. Raðið fiskbitunum í mótið.
  8. Hellið matreiðslurjómanum í mótið. Hann á að hylja kartöflurnar.
  9. Þá á að setja kotasæluna yfir fiskinn. Gott að strá smá karrýi á kotasæluna.
  10. Látið í ofninn og bakað í 20-30 mínútur.
  11. Stráið nú rifnum ostinum yfir fiskinn og bakið áfram í 10 mín.
Berið fiskinn fram með góðu salati og jafnvel brauði.