Smákökur (úr Gott og Gagnlegt 2)

Hráefni:

  • 2 ½ dl hveiti
  • 2 ½ dl haframjöl
  • ½ tsk matarsódi
  • ¼ tsk salt
  • 1 dl sykur
  • 1 dl púðursykur
  • 1 tsk vanilludropar
  • 100 g smjör
  • 1 dl Rice crispies
  • 1 egg
  • 1 dl súkkulaðibitar

Aðferð:

  1. Blandið öllum þurrefnum saman, nema Rice crispies og myljið smjörið saman við.
  2. Blandið Rice crispies og súkkulaðibitunum saman við.
  3. Vætið í með egginu og hnoðið öllu saman.
  4. Skiptið deiginu í sex hluta og rúllið út í jafnar lengjur.
  5. Kælið deigið lítillega, mótið kúlur úr deiginu og raðið á ofnplötu með pappír.
  6. Bakið við 180 °C í 11–13 mín.
Úr þessari uppskrift fást 90–100 kökur.