Smábrauð (úr Gott og gagnlegt 2)
Hráefni:
- 1½ dl heitt vatn
- 1½ dl mjólk
- 3 tsk þurrger
- ½ tsk salt
- ½ tsk hunang
- 1½ tsk oregano
- ½ dl matarolía
- ½ dl hveitiklíð
- 5½–6½ dl hveiti
Aðferð:
- Heitu vatni og mjólk blandað saman í skál.
- Þurrgerið sett út í ásamt hunangi, hrært.
- Öllu öðru bætt út í, en haldið eftir einum dl af hveiti.
- Hrærið vel. Bætið afganginum af hveitinu út í ef þess þarf og hrærið deigið vel saman.
- Stráið hveiti yfir skálina og látið hana bíða á volgum stað þar til deigið hefur lyft sér. Best er að það stækki um helming ef tími er til.
- Takið deigið úr skálinni, setjið það á hveitistráð borð og hnoðið.
- Mótið deigið í bollur og ef til vill alls konar króka, kringlur og hnúta.
- Setjið smábrauðin á plötu, gott er að pensla þau með eggjablöndu eða mjólk.
- Látið smábrauðin lyftast á plötunni í 15 mín. kveikið á ofninum eða setjið í kaldan ofninn og stillið hann á 200°C.