Skúffukaka (ótrúlega góð)

Hráefni:

  • 2 ¼ b hveiti
  • 1 ½ b sykur
  • 1 tsk lyftiduft
  • 1 tsk matarsódi
  • ½ b kakó
  • ½ tsk salt
  • 1 b brætt smjörlíki
  • 1/3 b heitt vatn
  • 1 b súrmjólk
  • 1 tsk vanilludropar
  • 2 stk egg

Aðferð:

  1. Setjið allt í skál og hrærið saman með rafmangsþeytara eða í hrærivél þar til deigið er orðið slétt og glansandi.
  2. Látið deigið í smurða ofnskúffu, ekki stóra.
  3. Bakið við 175°C aðeins fyrir neðan miðju í ofninum, þar til kakan losnar frá börmunum.
  4. Gott að setja glassúr ofan á og strá kókosmjöli yfir.
Þessi uppskrift klikkar aldrei og er sérstaklega góð með ískaldri mjólk.