Skotabrauð Guðrúnar Kristínar
Hráefni:
- 2 bollar púðursykur
- 2 bollar rúsínur
- 2 bollar sterkt te
- 4 bollar hveiti
- 4 tsk lyftiduft
- 2 egg
Aðferð:
- Látið púðursykur, rúsínur og te standa í skál yfir nótt.
- Bætið hveiti, lyftidufti og eggjum út í og hrærið saman.
- Látið í vel smurt og hveitistráð aflangt mót.
- Bakið frekar neðarlega í ofni við 150°C í u.þ.b. 2 klukkustundir.