Skonsur (gömul uppskrift frá mömmu)

Hráefni:

  • 3 bollar hveiti
  • ½ bolli sykur
  • 4 tsk lyftiduft
  • ½ tsk salt
  • 3 egg
  • 3 msk matarolía
  • 2 bollar mjólk (u.þ.b.)

Aðferð:

  1. Mælið og blandið þurrefnunum saman í skál.
  2. Brjótið eggið í bolla eða litla skál og hrærið saman við ásamt matarolíunni og smátt og smátt mjólkinni.
  3. Hitið pönnukökupönnu á miðstraum í um það bil 2 mínútur. Ef til vill þarf að bera á hana matarolíu, eða smjörlíki með eldhúspappír eða með fitudúsu. Það gerið þið áður en pannan er hituð.
  4. Setjið deigið með stórri skeið eða ausu á pönnuna.
  5. Snúið skonsunum við þegar yfirborðið fer að þorna, með pönnukökuspaða.
Skonsurnar eru bestar nýbakaðar.