Skonsur (úr Gott og gagnlegt 2)
Hráefni:
- 4 dl hveiti (eða 2 dl heilhveiti og 2 dl hveiti)
- ¼ tsk matarsódi
- 2 tsk lyftiduft
- ½ tsk salt
- 1 msk sykur
- 1 msk sesamfræ
- 50 g smjörlíki eða 2 msk matarolía
- 2 dl mjólk
Aðferð:
- Kveikið á ofninum og stillið á 200°C.
- Mælið öll þurrefnin í skál og blandið þeim vel saman.
- Vigtið smjörlíkið og myljið það saman við hveitiblönduna þar til það sést ekki.
- Vætið í með mjólkinni (og matarolíunni ef ekki er notað smjörlíki) og hrærið saman með sleif.
- Hellið deiginu á borð og hnoðið létt saman.
- Skiptið deiginu í tvennt og klappið út í tvo ferhyrninga u.þ.b. 1 ½ cm þykka.
- Skerið hvern ferhyrning í 6 bita.
- Raðið á plötu og bakið í miðjum ofni við 200°C í u.þ.b. 12 mínútur.