Skinkuhorn

Hráefni:

  • 1 dl heitt vatn
  • 1 dl mjólk
  • 3 tsk þurrger
  • 4 msk matarolía
  • 1 tsk sykur
  • ½ tsk salt
  • 2 msk hveitiklíð
  • 4 dl hveiti

    Fylling:

  • Skinkumyrja, skinkubitar, sinnep, saxaður laukur

Aðferð:

  1. Gott að byrja á að hita skálina. Láttu síðan allt í hana nema geymdu til öryggis 1 dl. af hveitinu.
  2. Hrærðu vel í. Deigið á að vera þykkt og seigt. E.t.v. þarftu að nota meira hveiti.
  3. Ef tími er til er gott að láta deigið lyfta sér á hlýjum stað í 15-20 mín. Gott að nota tímann til að undirbúa fyllinguna.
  4. Næst læturðu deigið á borðið og hnoðar það þar til það sleppir hendi, e.t.v. þarftu að bæta meira hveiti í deigið.
  5. Þegar deigið er hætt að festast við borð og hendur skiptu því þá í tvennt, og flettu út tvær kringlóttar kökur og skiptu hvorri köku í 8 hluta.
  6. Nú læturðu fyllinguna á breiðari enda hornanna, passaðu að láta ekki of mikið á hvert horn, því þá þrýstist fyllingin út.
  7. Láttu hornin á bökunarplötu klædda bökunarpappír. Fallegt að pensla hornin með eggi.
  8. Láttu hornin lyfta sér í a.m.k. 10-15 mín. Bakað við 200°C í 10-15 mín.