Sjávarfang í hátíðarsósu

Hráefni:

  • 250 g rækjur
  • 250 g hörpudiskur
  • 250 g skelfléttur humar
  • 2 stk sítrónur
  • 2 msk steinselja
  • 8 grænar ólífur

    Sósan:

  • 1 dós sýrður rjómi
  • 2 dl majones
  • 150 g gráðostur
  • 5 peruhelmingar
  • svartur kavíar til skrauts ( eða eitthvað annað eftir smekk)

Aðferð:

  1. Saxið steinseljuna smátt og ólífurnar í tvennt.
  2. Blandið öllu í skál og marinerið í ísskáp í a.m.k.4-5 klst.

    Sósan:

  3. Hrærið saman sýrða rjómann og majonesið.
  4. Merjið gráðostinn og hrærið saman við.
  5. Saxið perurnar og blandið þeim varlega út í.

    Framreiðsla:

  6. Setjið salatblað eða nokkur blöð af salatblöndu á kalda forréttardiska eða skálar.
  7. Setjið mareneraða skelfiskinn ofan á í hrúgu.
  8. Setjið 2-3 msk af sósunni yfir og skreytið með t.d. kavíar eða einhverju fersku grænmeti.
  9. Berið fram ískalt t.d. með ristuðu brauði.