Sítrónu spaghettí

Hráefni:

  • ½ hvítlaukur
  • 1 sítrónubörkur
  • ½ safi úr hálfri sítrónu
  • 1 búnt steinselja
  • 1 dl olía
  • salt og pipar eftir smekk
  • parmesan ostur
  • spaghettí

Aðferð:

  1. Steikið hvítlauk og sítrónubörk í olífuolíu, síðan er sítrónusafa og steinselju bætt í.
  2. Saltað og piprað.
  3. Látið malla smá stund, meðan spaghettíið er soðið.
  4. Spaghettíið er sett á pönnuna og öllu blandað saman.
  5. Sett í skál og parmesan osti stráð yfir og blandað saman við. Gott er að strá smá chili pipar yfir.
Sérstaklega er gott að hafa hitað brauð með þessum rétti.