Síladarsalat ættað frá Noregi (Norðurlandaverkefni 6.bekkja)
Hráefni:
- 5 stk meðal stórar kartöflur
- 1 stk rauðlaukur
- 4 sneiðar niðursoðnar rauðrófur
- 2 stk mareneruð síldarflök
- 2 tsk rifin piparrót
- 1 dl sýrður rjómi
Til skrauts:
- karsi eða dill
Aðferð:
- Sjóðið kartöflurnar, hýðið þær og skerið í teninga. Kælið vel.
- Takið utan af lauknum og skerið hann smátt.
- Skerið rauðbeðurnar í teninga.
- Skerið síldarflökin í litla bita.
- Blandið kartöflum, lauk, síld, rauðbeðum og rifinni piparrót saman og setjið á fat.
- Hrærið sýrða rjómann og hellið honum yfir. Klippið yfir dill eða karsa.
Berið fram vel kælt með grófu brauði.