Sigtibrauð (Norðurlandaverkefni 6.bekkjar)
Hráefni:
- 2 ½ dl vatn
- 1 dl hreint jógúrt
- 50 g ger
- 1 ½ tsk salt
- 8-9 dl sigtimjöl (sigtimjöl er blanda af hveiti og rúgmjöli. Oft blandað jafnt, þó er stundum blandan höfð allt að ¾ hluti hveiti og ¼ hluti rúgmjöl)
Aðferð:
- Hitið skálina undir rennandi heitu vatni.
- Mælið vatnið í skálina, það á að vara eins heitt og þið fáið úr krananum. Bætið jógúrtinni saman við.
- Bætið gerinu og saltinu út í ásamt helmingnum af mjölinu.
- Hrærið vel í og bætið því sem eftir er af mjölinu út í, eftir þörfum.
- Látið á borðið og hnoðið þar til deigið sleppir hendi.
- Mótið brauið í kúlu. Skerið grunnar rákir í deigið og stráið smá sigtimjöli ofan á.
- Leggið klút yfir brauðið og látið það hefast á hlýjum stað í u.þ.b. 20 mín.
- Bakið brauðið við 200°C í 30-40 mín.