Siggu lambakjötsréttur

Hráefni:

  • 1 ½ kg lamba(innan)læri
  • 4 msk olía
  • 1 hvítlauksrif
  • 1 bolli saxaður laukur
  • 1 bolli saxað epli
  • ¼-½ dós saxaðir tómatar
  • ½ bolli sellerí
  • 1½-2 msk karrý
  • 1½ tsk salt
  • ¼ tsk pipar
  • 1 lárviðarlauf
  • 2 tsk. rifinn sítrónu börkur
  • 2 msk púðusykur
  • ½ bolli mango chutney
  • 1-2 ten. lambakjötskraftur
  • ferskt koriander

Aðferð:

  1. Skerið kjötið í jafna gúllas eða stroganoff bita.
  2. Brúnið kjötið og látið í pott.
  3. Bætið vatni út í pottinn þannig að tæplega fljóti yfir kjötið.
  4. Bætið út í tómötum, söxuðu selleríi, salti, pipar, karrý og sítrónuberki.
  5. Saxið lauk, hvítlauk og epli og steiktið á pönnu og bætið út í pottinn.
  6. Látið malla þar til kjötið er nánast meyrt. Bætið þá út í púðusykrinum og mango chutney. Látið malla aðeins áfram.
  7. Nú er að bragða til. Sumum finnst gott að nota töluvert meira mango og einnig svolítið tómat paste. Fyrir þá sem eru hrifnir af hvítlauk má auka hann.

Klippið ferskt koriander yfir réttinn áður en hann er borinn fram.

Gott að bera fram soðin hrísgrjón með þessum rétti og einnig í litlum skálum eitthvað af þessu:
Sýrður rjómi, niðurskorin paprika, mango chutney, salthnetur, rúsínur, kókosmjöl, niðursneiddir bananar.