Öðruvísi saltfiskur
Hráefni:
- 750 g útvatnaður saltfiskur (hnakkastykki)
- 3 hvítlauksrif
- ólívuolía
- 1½ msk hveiti
- ½ glas grilluð paprika (fæst í Nóatúni)
Sósa:
- 1 laukur
- 2 stk hvítlauksrif
- 1msk ólívuolía
- 1msk smjör
- 5 stk meðal stórir tómatar
- ½ stk rauður chili pipar
- 1 msk tómat paste
- 2 tsk sykur
- salt-pipar
- (fersk) basilíka
Aðferð:
- Saxið hvítlauksrifin og blandið þeim út í a.m.k. 1 dl af ólívuolíu.
Látið fiskstykkin marenerast í þessu í nokkrar klukkustundir.
- Búið til sósuna. Sjá neðst.
- Stillið bakarofninn á 225 °C.
- Veltið fiskinum upp úr hveitinu og steikjið í olíu og smjöri á báðum hliðum.
- Raðið í eldfast fat og bakið í u.þ.b. 20 mín. í ofni.
- Um leið og fatið er tekið úr ofninum er paprikunni raðað ofan á fiskinn.
Sósa:
- Saxið lauk og hvítlauk og steikið í potti.
- Saxið tómata og bætið útí ásamt tómatpaste og söxuðum chili pipar.
- Sjóðið við vægan hita í 1-2 klukkustundir.
- Hrærið í annað slagið.
- Kryddið að lokum eftir smekk með salti, pipar og ferskri basilíku.
Berið fiskinn fram með hrærðum kartöflum með steiktum beikonbitum í, góðu salati og jafnvel rúgbrauði eða einhverju öðru góðu brauði.