Saffranbrauð (Lussekatter) Norðurlandaverkefni 6.bekkja
Hráefni:
- 60 g smjör
- 2 dl mjólk
- 2 ½ tsk þurrger
- 1 dl sykur
- ½ g saffran
- 1 msk sjóðandi vatn
- 1 egg
- 7-8 dl hveiti
- nokkrar kúrennur erða rúsínur
Aðferð:
- Velgið mjólkina og bræðið smjörið.
- Leysið saffranið upp sjóðandi vatninu og bætið því út í mjólkina ásamt sykrinum og egginu.
- Bætið hveitinu við og hrærið þar til það verður samfellt og glansandi.
- Látið deigið lyfta sér í u.þ.b. 15 mínútur.
- Hnoðið, bætið við hveiti eftir þörfum, þannig að hægt sé að vinna með deigið.
- Skiptið nú deiginu í 16 parta. Hverjum bita er rúllað út í fingurþykkar lengjur sem er mótaðar að sænskum sið, það er að móta julegris, gullvogn, lussekall og lilju.
- Þegar búin er til gullvagn og lussekall á að skipta deiginu í tvennt áður en deigið er rúllað út. Kúrennu, eða rúsínu er stungið í deigið eftir hefðum.
- Látið á pappírsklædda bökunarplötu.
- Rúsínum er stungið í deigið þar sem það myndar sveig og penslað yfir.
- Látið lyftast í 15 mín.
- Bakað í miðjum ofni við 225°C í 7 mín.