Sænskar kjötbollur (Norðurlandaverkefni 6.bekkja)

Hráefni:

  • 400 g nautahakk eða blanda af nauta og svínahakki
  • 5 msk bauðrasp
  • 1½-2 dl vatn eða mjólk
  • ¼– ½ tsk svartur pipar
  • 1 tsk salt
  • 1 stk egg
  • ¼– ½ rifinn laukur

Aðferð:

  1. Hrærið raspið saman við mjólkina eða vatnið og látið bíða um stund.
  2. Látið hakkið í hrærivélarskál ásamt salti og pipar og hrærið saman. bætið rifna lauknum útí ásamt egginu og hrærið saman.
  3. Blandið mjólkur-raspblöndunni smátt og smátt saman við og hrærið vel á milli.
    Ekki hræra of miðið, því þá verður farsið seigt.
  4. Gegnsteikið bollurnar á pönnu, eða eins og við gerðum fyrir Norðurlandakvöldið að móta litla bollur með skeið og raða þeim þétt á pappírsklædda plötu og baka þær í miðjum ofni við 190°C í u.þ.b. 10 mínútur eða þar til bollurnar eru gegnsteiktar.
Berið bollurnar fram með kartöflum, grænmeti og sósu ef vill.