Sælkeraterta

Hráefni:

  • 5 stk eggjahvítur
  • 5 dl púðursykur
  • 1 msk kartöflumjöl
  • 75 g döðlur
  • 75 g súkkulaði

Aðferð:

  1. Saxið súkkulaði og döðlur og blandið saman við kartöflumjölið.
  2. Þeytið eggjahvítur og púðursykur mjög vel eða þar til hvíturnar mynda stífa toppa.
  3. Blandið nú kartöflumjölsblöndunni varlega út í með sleikju.
  4. Teiknið tvo hringi á pappírsklædda plötu og skiptið deiginu inn í hringina. Fallegt að strá svolitlu súkkulaði ofan á annan botninn.
  5. Bakað við 100°C-120°C í u.þ.b. 60 mín.
  6. Botnarnir lagðir saman með þeyttum rjóma og uppáhalds ávöxtum.

Þessa tertu er mjög þægilegt að frysta saman setta og bera fram vel kalda með ný þeyttum rjóma.