Sælkerakúffa
Hráefni:
- 4-5 msk smjör
- 100 g Síríus suðusúkkulaði
- 3 egg
- 3 dl sykur
- 1½ dl hveiti
- 1 tsk salt
- 1 tsk vanilludropar
Karamellusósa:
- 4 msk. smjör
- 1 dl púðursykur
- 2 msk. rjómi
- 1½dl pecanhnetur
- 150 g Síríus suðusúkkulaði
Aðferð:
- Bræðið súkkulaðið og smjörið í vatnsbaði.
- Þeytið eggin í þétta froðu, bætið sykrinum út í og hrærið vel.
- Bætið þurrefnunum út í, síðan bræddu súkkulaðinu og vanilludropum.
- Hellið í ferkantað form (u.þ.b. 25 cm í þvermál) eða litla skúffu og bakið við 175° í 15 mín.
Karamellusósa:
- Hitið smjörið og sykurinn að suðu. Látið sjóða í 1 mínútu, hrærið stöðugt í á meðan.
- Takið af hellunni og kælið litið eitt áður en rjómanum er blandað saman við.
- Stráið Pecanhnetunum, gróft söxuðum yfir hálfbakaðan botninn, hellið karamellusósunni yfir og bakið áfram í 15 mínútur.
- Stráið brytjuðu suðusúkkulaðinu yfir heita kökuna.
- Kælið kökuna og skerið hana í bita og berið fram með þeyttum rjóma.