Rúgbrauð (Norðurlandaverkefni 6.bekkjar)

Hráefni:

  • ½ dl vatn
  • 2 dl súrmjólk
  • 50 g ger
  • 2 tsk salt
  • 4 dl rúgmjöl
  • 2 ½ dl hveiti
  • ½ dl skornir rúgkjarnar (ef vill)

Aðferð:

  1. Hitið skálina undir rennandi heitu vatni.
  2. Mælið vatnið í skálina, það á að vara eins heitt og þið fáið úr krananum. Bætið súrmjólkinni saman við.
  3. Bætið gerinu og saltinu, rúgkjörnum út í ásamt rúgmjölinu.
  4. Hrærið vel í og bætið hveitinu út í, eftir þörfum.
  5. Látið á borðið og hnoðið þar til deigið sleppir hendi.
  6. Mótið brauið og setjið í bökunarpappírs klætt form.
  7. Leggið klút eða annað form á hvolfi yfir formið og látið það hefast á hlýjum stað í u.þ.b. 30 mín.
  8. Bakið brauðið neðst í ofni við 220°C í u.þ.b. 45 mín.