Royal brúnterta gömul uppskrift sem aldrei bregst
Hráefni:
- 250 g smjörlíki
- 300 g sykur
- 6 stk egg
- 250 g hveiti
- 3 tsk lyftiduft
- 2 msk kakó
- 6 msk heitt vatn
Krem:
- 300 g smjör
- 450 g flórsykur
- 2 msk kakó
- 2 msk rjómi
- 1½ tsk vanilludropar
Aðferð:
- Hrærið smjörlíki og sykur mjög vel í hrærivél.
- Bætið einu og einu eggi út í og hrærið vel á milli.
- Sigtið þurrefnin saman við og þynnið með vatninnu. Hrærið eins lítið og hægt er að komast af með.
- Setjið deigið í 2 velsmurð stór lausbotna tertumót.
- Bakið við 180-200° C þar til er kominn góður bökunarlitur og kakan losnar frá mótinu.
- Losið strax úr mótinu og látið kólna á grind.
- Leggið saman með brúnu kremi og ef til vill einnig sultu. Hyljið hliðarnar með kremi ef vill.
Krem:
- Hrærið lint smjörið, flórsykur og kakó vel saman. mjög gott að sigta flórsykurinn og kakóið.
- Vætið í með rjóma og vanilludropunum og hrærið vel.