Reyktur fiskur með grænmetisjafningi (úr Gott og gagnlegt 2)

Hráefni:

  • 200 g reyktur fiskur
  • 5 dl vatn

    Jafningur:

  • 1 gulrót
  • 75–100 g hvítkál
  • 1/3 græn paprika
  • 1 ½ dl vatn
  • ½ grænmetisteningur
  • 1 dl mjólk
  • 2 msk hveiti
  • 1 msk olía
  • 15–20 g rifinn ostur

Aðferð:

  1. Skolið fiskinn og skerið í hæfileg stykki.
  2. Mælið vatn í pott, látið suðuna koma upp.
  3. Setjið fiskinn í sjóðandi vatnið, lækkið hitann.
  4. Látið sjóða í 7–10 mín.

Grænmetisjafningur:

  1. Þvoið og hreinsið grænmetið.
  2. Skerið gulrótina og paprikuna í kubba, sneiðið hvítkálið.
  3. Mælið vatnið í pott, bætið grænmetisteningnum út í.
  4. Þegar sýður er gulrótin og hvítkálið sett í pottinn, soðið í 5 mín.
  5. Rífið ostinn.
  6. Takið grænmetið upp úr vatninu með gataspaða.
  7. Hristið saman mjólk og hveiti, hellið út í grænmetissoðið, bætið olíunni, rifna ostinum og paprikunni út í.
  8. Setjið grænmetið út í jafninginn, slökkvið undir pottinum, látið standa á hellunni smá stund.

Berið jafninginn fram í skál en fiskinn á fati.

Gott er að hafa með þessu hrökkbrauð og smjör.