Rauðlauksmauk
Hráefni:
- 5 meðalstórir rauðlaukar
- 30 g smjör
- 1¾ dl rauðvínsedik
- ½ dl grenadine sýróp
- ½ -1 dl sólberjalíkjör eða sólberjasaft
- ½ dl rauðvín
Aðferð:
- Skerið laukinn í sneiðar. Ég hef oft notað blaðlauk að hluta og stundum einn venjulegan lauk, ef ég hef ekki átt nóg af rauðlauk.
- Bræðið smjörið í potti og látið laukinn malla í u.þ.b. 5 mínútur.
- Bætið öllu saman við og látið malla áfram þar til vökvinn hefur soðið niður.