Rækjusúpa Gógóar, en ættuð frá Grænlandi
Hráefni:
- 2 msk smjör
- 1 msk karrý (minna eða meira eftir smekk)
- 2 hvítlauksrif (pressuð)
- 1 stk laukur
- ½- 1stk blaðlaukur
- 1 dós niðursoðnir tómatar (saxaðir)
- 2-3 grænmetisteningar
- ½ lítri rjómi (matreiðslurjómi, ef vill)
- ½ dós ferskjur (saxaðar)
- salt eftir bragði
- 300-500 g rækjur
Aðferð:
- Saxið lauk, sneiðið blaðlauk, pressið hvítlauk.
- Bræðið smjörið, bætið karrýinu saman við ásamt öllum lauknum og látið mýkjast í góðum potti í nokkrar mín.
Magnið af karrýi fer eftir smekk hvers og eins. Ég nota u.þ.b. 1msk af karrýi, en upphaflega uppskriftin segir 2 msk. Fer einnig mikið eftir því hvernig karrý er notað. Ég nota milt Madras, en því miður er ekki hægt að fá það lengur. - Bætið tómötunum og grænmetiskraftinum útí og látið malla í u.þ.b 10 mín.
- Bætið nú rjómanum útí, látið sjóða í nokkrar mín.
Bragðið súpana til með salti og ef til vill meiri grænmetiskrafti eða karrýi. - Þá er söxuðum ferskjunum bætt í. Ég nota ríflega af þeim. Suðan látin koma upp.
- Að lokum eru rækjunum bætt í, en eftir það má suðan ekki koma upp.
Stundum hita ég aðeins rækjurnar í örbylgjuofninum við lágan hita og ber þær með súpunni, þannig að hver og einn geti stjórnað rækjumagninu. Þetta er líka þægilegt upp á ef einhver afgangur verður af súpunni. Hún er mjög góð upphituð, sérstaklega ef rækjurnar eru hafðar sér.
Súpan er mjög saðsöm.
Gott að bera hana fram með góðu brauði.