Rabarbarakaka með ristuðu kókosmjöli
Hráefni:
- ½ kg rabarbari hreinsaður og skorinn
- 1 ½-2 dl sykur
- 1 tsk engifer
Lok:
- 2 stór egg
- 1 dl sykur
- 1 dl hveiti
- 1 tsk lyftiduft
- 2½ dl ristað kókosmjöl
Aðferð:
- Hitið ofn að 180°C.
- Smyrjið stórt eldfast mót.
- Blandið saman rabarbara, sykri og engifer í botninn á eldfasta mótinu.
- Bakið í 10 mínútur.
Lok:
- Ristið kókosmjölið þar til það er ljós brúnt.
- Þeytið egg og sykur ljóst og létt, blandið þurrefnunum saman við ásamt ristuðu kókosmjöli.
- Hellið yfir rabarbarann og bakið í u.þ.b. 35-40 mínútur eða þar til kakan er gegnbökuð.
Berið fram með þeyttum rjóma og /eða ís.