Rabarbarahlaup frá Stöng í Mývatnssveit

Hráefni:

  • 2 kg rabarbari
  • 2 l vatn
  • ½ l hindberjasaft
  • 1½ kg sykur
  • 2 pk gult Melatin

Aðferð:

  1. Sjóðið skorinn rabarbarann í mauk í 2 lítrum af vatni.
  2. Látið síga í gegnum léreft.
  3. Rabarbarasafi ( 1½ lítri) og hindberjasafi settur í pott og hitað að suðu.
  4. Bætið út í Melatín duftinu og sjóðið í eina mínútu.
  5. Bætið þá sykrinum útí, látið suðuna koma upp og bullsjóðið í eina mínútu.
  6. Látið á hreinar krukkur með þéttu loki.
Geymið á dimmum köldum stað.