Pönnukökur (góð uppskrift til að æfa sig )

Hráefni:

  • 2 ½ dl hveiti
  • ½ tsk lyftiduft
  • 1 ½ tsk sykur
  • 2 stk egg
  • 4 dl mjólk
  • ½ tsk vanilludropar
  • 2 msk matarolía

Aðferð:

  1. Settu þurrefnin í skál.
  2. Blandaðu mjólk, eggjum og dropum í könnu.
  3. Helltu helmingnum af mjólkurblöndunni út í þurrefnin og hrærðu deigið kekkjalaust.
  4. Hrærðu nú matarolíana saman við og síðan það sem eftir er af mjólkurblöndunni.
  5. Hitaðu pönnuna.
  6. Helltu u.þ.b. ½ dl af deiginu á pönnuna í einu og renndu því yfir hana alla.
  7. Bakaðu fyrri hliðina.
  8. Snúðu pönnukökunni við og bakaðu seinni hliðina.
  9. Hvolfdu pönnukökunum af pönnunni á disk.
Ef hitinn verður of mikill þá er hann lækkaður um stund og hækkaður aftur ef þörf krefur.