Pítubrauð

Hráefni:

  • 2 dl vatn
  • 1½ tsk þurrger
  • ½ tsk hunang
  • 1 msk matarolía
  • ½ tsk salt
  • ½ dl heilhveiti
  • 3-4 dl hveiti

Aðferð:

  1. Látið 37°C heitt vatn í skál.
  2. Blandið þurrgeri, hunangi, salti og matarolíu saman við.
  3. Bætið við hveiti eftir þörfum.
  4. Hrærið deigið saman með sleif. Deigið á að vera eins lint og þið getið unnið með það.
  5. Hvolfið deiginu á borðið og hnoðið.
  6. Skiptu deiginumí 4 hluta og mótaðu bollur. Láttu þær á pappírsklædda bökunarplötu með mjög góðu bili á milli.
  7. Stilltu nú ofninn á 250-275°C.
  8. Breiddu yfir bollurnar sem eiga nú að lyfta sér í a.m.k.15 mín.
  9. Nú er lófanum þrýst ofan á bollurnar, þannig að þær fletjist út. Ekki þrýsta mjög fast, þá verða þær of þunnar.
  10. Bakið strax í 7-10 mín í miðjum ofni, en ef þær þurfa eitthvað að bíða þarf að þrýsta aftur með lófanum á þær.

Nýbakað pítubrauðið bragðast mjög vel með ýmsum fyllingum.

Skerið í brauðið og opnið það, þannig að myndist pláss fyrir fyllingu.

Pítur eru tilvaldar til að nýta ýmsa kjöt og fisk afganga með fresku grænmeti.