Pítsusnúðar með lyftidufti

Hráefni:

  • 2½ dl hveiti
  • 1 tsk lyftiduft
  • ½ tsk salt
  • 1tsk pitsakrydd
  • 1½ msk matarolía
  • 1 dl mjólk

    Fylling

  • 1–1½ dl pitsusósa
  • 50 g pepperóní, má sleppa
  • nokkrar sneiðar af skinku, má sleppa
  • 1-2 dl rifinn ostur

Aðferð:

  1. Látið hveiti,lyftiduft,salt og krydd í skál.
  2. Látið mjólk og matarolíu útí og hrærið deigið saman með sleif.
  3. Varist að hræra mikið.
  4. Hvolfið deiginu á borð og hnoðið það létt saman.
  5. Fletjið deigið út í aflanga köku, örlítið stærri en A4 blað.
  6. Smyrjið pitsasósu yfir deigið ásamt pepperóní og skinku (ef það er notað).
  7. Dreyfið ostinum jafnt yfir.
  8. Vefjið upp í þétta rúllu og skerið í u.þ.b. 2cm þykka snúða, raðið þeim á pappírs klædda plötu.
  9. Bakið í miðjum ofni við 200°C í u.þ.b. 8-10 mín.