Pítsubotn með lyftidufti
Hráefni:
- 2 dl hveiti
- 1 tsk lyftiduft
- 1/8 tsk salt
- ½ tsk pitsukrydd
- 1 msk matarolía
- 1 dl mjólk
Aðferð:
- Setjið þurrefnin í skál. Blandið mjólk og matarolíu út í, hrærið saman með sleif. Reynið að hræra ekki mikið. Ef deigið er mjög blautt, bætið þá 1-2 msk af hveiti í viðbót saman við.
- Látið á borð og hnoðið þar til deigið verður samfellt. Ekki hnoða meira en nauðsynlegt er til að ná deiginu saman, því deigið vill verða seigt ef það er mikið hnoðað.
- Hveitistráið deigkökuna og fletjið út í kringlótta köku u.þ.b. 20-25 sm í þvermál eða skiptið deiginu í tvennt og búið til tvær minni pitsur.
- Látið á plötu og bakið í 3 mín. við 200°C.
- Setjið síðan pitsasósu, fyllingu og ost eftir smekk á botninn.
- Bakið í u.þ.b. 7 mínútur eða þar til botninn er gegnbakaður og osturinn hefur fengið fallegan lit.
Þennan botn er mjög fljótlegt að útbúa og nemendum mínum alltaf þótt góður.