Pítsubotn með lyftidufti

Hráefni:

  • 2 dl hveiti
  • 1 tsk lyftiduft
  • 1/8 tsk salt
  • ½ tsk pitsukrydd
  • 1 msk matarolía
  • 1 dl mjólk

Aðferð:

  1. Setjið þurrefnin í skál. Blandið mjólk og matarolíu út í, hrærið saman með sleif. Reynið að hræra ekki mikið. Ef deigið er mjög blautt, bætið þá 1-2 msk af hveiti í viðbót saman við.
  2. Látið á borð og hnoðið þar til deigið verður samfellt. Ekki hnoða meira en nauðsynlegt er til að ná deiginu saman, því deigið vill verða seigt ef það er mikið hnoðað.
  3. Hveitistráið deigkökuna og fletjið út í kringlótta köku u.þ.b. 20-25 sm í þvermál eða skiptið deiginu í tvennt og búið til tvær minni pitsur.
  4. Látið á plötu og bakið í 3 mín. við 200°C.
  5. Setjið síðan pitsasósu, fyllingu og ost eftir smekk á botninn.
  6. Bakið í u.þ.b. 7 mínútur eða þar til botninn er gegnbakaður og osturinn hefur fengið fallegan lit.
Þennan botn er mjög fljótlegt að útbúa og nemendum mínum alltaf þótt góður.