Perusalat fyrir tvo (úr Gott og Gagnlegt)

Hráefni:

  • 4–6 salatblöð, til dæmis lollo rosso – eða lambhagasalat
  • 1 þroskuð pera.
  • Úrval af þeim berjum sem til eru hverju sinni (bláber, vínber, rifsber eða jarðarber) nokkrir bitar af melónu og ferskju – einnig erhægt að nota fleiri ávexti svo sem banana og epli
  • ½ dós jógúrt með ávöxtum

Aðferð:

  1. Skolið salatblöðin í köldu vatni og hristið af þeim vatnið.
  2. Raðið þeim á tvo kökudiska.
  3. Skolið peruna, skerið bletti af, en hafið hýðið á nema það sé mjög gróft.
  4. Skerið peruna í fallega báta og raðið þeim á salatblöðin.
  5. Hreinsið og skerið aðra ávexti og ber og raðið þeim í kring, eins og ykkur finnst fara best.
  6. Þegar salatið er borið fram er 1 msk af jógúrt sett ofan á salatið og afgangurinn borinn með í skál.